Kjarnafæði - Húskarla hangikjötspinni

Hátíðarbitinn: hangikjöt, camembert og rifsberjagel


Rifsberjagel, heslihnetur, dill og camembert


Þessir litlu bitar ná alveg að kjarna íslenska jólastemningu. Tvíreykt húskarla­-hangikjöt er vafið um mjúkan camembert, ristaðar heslihnetur gefa stökkan og bragðmikinn hjúp og rifsberjagelið setur sætan vetrartón yfir allt saman. Útkoman er smáréttur sem er bæði einfaldur að setja saman og ómótstæðilegur á jólaborðið – réttur sem hentar jafn vel í huggulegt aðventuboð og veglegt jólahlaðborð.

Uppskrift frá Sævari Lárussyni.

Innihald

  • Tvíreykt húskarla-hangikjöt 1–2 bréf
  • Camembertostur 1 stk.
  • Rifsberjagel 1 krukka
  • Heslihnetur 50 g


Aðferð

  1. Skerið camembertostinn í teningastærðir, ristið heslihneturnar og saxið þær svo niður í mulning. 
  2. Vefjið hangikjötssneið yfir camembertbita og stingið kokteilpinna í bitann. 
  3. Stráið heslihnetumulningnum vel yfir bitann þannig að það myndist hjúpur á hvern bita. 
  4. Toppið hann síðan með rifsberjageli. 
  5. Þetta er algjört lostæti fyrir jólaboðið!