Kjarnafæði - Hangikjöts tartar
Fullkominn forréttur fyrir sælkera
Tvíreykt húskarla-hangikjöt, rauðrófur, dill, hunangs dijon-sinnep, japanskt mæjó og dill
Uppskrift frá Sævari Lárussyni.
Innihald
- Laufabrauð
- Tvíreykt húskarla-hangikjöt 2 bréf
- Rauðrófa 1 lítil
- Hunangs Dijon-sinnep 2 msk.
- Japanskt mæjó 5 msk.
- Dill 1 lítið búnt saxað
- Laufabrauð 1 pakki
Aðferð
- Hangikjötið er saxað niður og sett í skál.
- Skrælið hýðið af rauðrófunni og rífið hana niður með ömmujárni (stóra kassalaga rifjárnið), grófu hliðinni.
- Blandið rauðrófunni við saxaða hangikjötið. Bætið svo við sinnepinu, mæjóinu og dillinu.
- Hrærið þessu vel saman og brjótið svo laufabrauðið niður í munnbitastærðir.
- Setjið hangikjöts-tartarinn ofan á laufabrauðið.





