Kjarnafæði - Hangikjöts tartar

Fullkominn forréttur fyrir sælkera


Tvíreykt húskarla-hangikjöt, rauðrófur, dill, hunangs dijon-sinnep, japanskt mæjó og dill

Uppskrift frá Sævari Lárussyni.

Innihald

  • Laufabrauð
  • Tvíreykt húskarla-hangikjöt 2 bréf
  • Rauðrófa 1 lítil 
  • Hunangs Dijon-sinnep 2 msk.
  • Japanskt mæjó 5 msk.
  • Dill 1 lítið búnt saxað
  • Laufabrauð 1 pakki


Aðferð

  1. Hangikjötið er saxað niður og sett í skál.
  2. Skrælið hýðið af rauðrófunni og rífið hana niður með ömmujárni (stóra kassalaga rifjárnið), grófu hliðinni.
  3. Blandið rauðrófunni við saxaða hangikjötið. Bætið svo við sinnepinu, mæjóinu og dillinu.
  4. Hrærið þessu vel saman og brjótið svo laufabrauðið niður í munnbitastærðir.
  5. Setjið hangikjöts-tartarinn ofan á laufabrauðið.