Kjarnafæði - Jóla bruchetta með gröfnu nauti

Hátíðarlostæti: Brioche, grafið naut og rautt pestó


Steikt Brioche-brauð, grafið naut, klettasalat, rautt pestó, rifsber, steikt bláber og hvítlaukssósa


Þessar jóla-­bruchettur sameina allt það sem gerir hátíðarborðið sérstaklega girnilegt: steikt Brioche-brauð sem verður gullinbrúnt og smjörkennt, mjúkt grafið naut sem bráðnar í munni og rautt pestó sem gefur lit og djúpt bragð. Steikt bláber og rifsber bæta við sætum tónum á meðan klettasalat og mild hvítlaukssósa skapa jafnvægið. Fullkomnar snittur fyrir jólahlaðborð, aðventuboð eða þegar þú vilt skella í eitthvað sem bæði lítur vel út og bragðast sem algjört lostæti.

Uppskrift frá Sævari Lárussyni.

Innihald

  • Grafið naut 2 bréf
  • Brioche-brauð 2 hleifar
  • Klettasalat 1 pakki
  • Rautt pestó 1 lítil krukka
  • Bláber 1 askja
  • Hvítlaukssósa 1 dós


Aðferð

  1. Brauðið er skorið í fallegar sneiðar á stærð við klassíska snittubita.
  2. Bitarnir eru steiktir á pönnu með vel af smjöri þar til þeir verða gullinbrúnir. 
  3. Setið fyrst pestó og svo klettasalat á brauðið. 
  4. Skerið bláberin til helminga og steikið á pönnu með smjöri, salti og pipar. 
  5. Raðið 1–2 sneiðum af grafna nautinu ofan á klettasalatið. 
  6. Toppið með steiktu bláberjunum og hvítlaukssósunni.