Kjarnafæði - Bláberjapate

Léttir jólamunnbitar: Hafrabrauð með bláberjapate og bláberjasultu


Bláberjapate, hafrabrauð, bláberjasulta og klettasalat

Uppskrift frá Sævari Lárussyni.

Innihald

  • Bláberjapate 1–2 stk.
  • Bláberjasulta 1 krukka
  • Klettasalat lítill pakki
  • Hrásykur 2 msk.
  • Hafrabrauð 1 pakki
  • Smjör 
  • Dill

Aðferð

  1. Skerið hafrabrauðið niður og smyrjið með smjöri.
  2. Bláberjapateið er skorið í sirka 1–2 cm þykkar  sneiðar og sett á hafrabrauðið.
  3. Stráið hrásykri yfir patesneiðina og brennið sykurinn.
  4. Toppið með klettasalati, bláberjasultu og dilltoppum.