Kjarnafæði - Lifrakæfu ,,Mini smörre"
Jól í hverjum bita – lifrarkæfa, beikon & rifsberjagel
Lifrarkæfumús, stökkt beikon, rifsberjagel, villisveppasósa og hafrabrauð
Þessir litlu jólalegu smörre-bitar sameina allt það sem gerir hátíðarmat svo notalegan: mjúka og bragðmikla lifrarkæfumús, stökkar beikonsneiðar, sætsúrt rifsberjagel og bragðmikla villisveppasósu sem umvefur réttinn hlýju. Hafrabrauðið gefur mildan og gómsætan grunn og karamellubrenndur hrásykur setur ofan á það smá jólafíling. Fullkomnir litlir munnbitar fyrir aðventuboðið, jólagleðina eða bara þegar þú vilt lífga upp á skammdegið með hátíðarblæ.
Uppskrift frá Sævari Lárussyni
Innihald fyrir lifrakæfumús
- Lifrarkæfa 2 rúllur
- Rjómaostur með hvítsúkkulaði 3 msk.
- Rifsberjasulta eða -gel 3 msk.
- Mulinn pipar 1 tsk.
Aðferð
- Hér þarf ekki að gera mikið nema hræra öllu vel saman í skál!
- Smyrja smjöri á hafrabrauðið og bæta kæfunni ofan á.
- Njóta og komast í gott jólasakap.





