Kjarnafæði - Lifrakæfumús og laufabrauð

Hátíðlegir munnbitar með lifrarkæfu, bláberjasultu og laufabrauði

Lifrarkæfumús, bláberjasulta, sýrður perlulaukur, bökuð parmaskinka, laufabrauð, dill og sýrð bláber

Þessi lifrarkæfu­uppskrift er bæði sérlega falleg á borði og einstaklega jólaleg. Mjúk og ljúffeng lifrarkæfumús er borin fram með sýrðum perlulauk, sýrðum bláberjum og stökkri, bakaðri parmaskinku sem gefur réttinum hátíðlegt jafnvægi. Brotið laufabrauð setur síðan punktinn yfir i-ið og fær allt til að líta út eins og litlu jólin á diski! Réttur sem hentar einstaklega vel á smáréttaborð, jólahlaðborð eða í notalegu aðventuboði þegar þú vilt bera fram eitthvað sem er bæði hefðbundið og nýtt í senn.


Lifrarkæfumúsin er sett í litlar fallega skálar, sýrðum perlulauk og bláberjum er stráð yfir. Stingið stökkri parmaskinku og brotnu laufabrauði í lifrarkæfumúsina. Toppið með bláberjasultu og fallegum dilltoppum.

Uppskrift frá Sævari Lárussyni.

Innihald fyrir lifrakæfumús

  • Lifrarkæfa 2 rúllur
  • Rjómaostur með hvítsúkkulaði 3 msk.
  • Rifsberjasulta eða -gel 3 msk.
  • Mulinn pipar 1 tsk.



Aðferð

  1. Hér þarf ekki að gera mikið nema hræra öllu vel saman í skál!
  2. Smyrja smjöri á hafrabrauðið og bæta kæfunni ofan á.
  3. Njóta og komast í gott jólasakap.

Aðferð

  1. setjið sykur, rauðvín og edik í pott og hitið upp að suðu. Hellið þessu svo yfir perlulaukinn sem er búið að pilla.

Innihald fyrir sýrðan perlulauk

  • Perlulaukur 1 box
  • Sykur 200 g
  • Rauðvín 200 ml
  • Rauðvínsedik 200 ml


Innihald fyrir sýrð bláber

  • Bláber 1 askja
  • Sykur 200 g
  • Rauðvín 200 ml
  • Rauðvínsedik 200 ml
  • Balsamedik 50 ml
  • Púðursykur 2 msk.


Aðferð

  1. Setjið allt nema bláber í pott og hitið upp að suðu, hellið edikleginum yfir bláberin. 


Aðferð

  1. Raðið parmaskinkusneiðum á smjörpappír og bakið svo í 180°C heitum ofni í sirka 12 mínútur þar til sneiðarnar eru orðnar vel stökkar. 

Innihald fyrir Bakaða parmaskinku

  • Parma skinka 1 bréf
  • Smjörpappír 1 til 2 stk