Kjarnafæði - Bláberjapaté fyrir ostabakkann

Fullkominn forréttur fyrir sælkera


Bláberjapaté fyrir ostabakkann


Þessi smáréttur er einfaldur, fallegur og með sterkan keim af vetri. Mjúkt bláberjapate á hafrabrauði með smjöri fær létta karamellu­skorpu þegar sykurinn er brenndur, og toppast svo með fersku klettasalati, bláberjasultu og dilltoppum. Útkoman er lítil jólaperla sem sameinar sætleika, mjúka fyllingu og skemmtilega áferð – fullkomin á hátíðarborðið, í aðventuboð eða sem elegant „smörre“ sem gleður flesta.

Uppskrift frá Sævari Lárussyni.

Innihald

  • Bláberjapate 1–2 stk.
  • Camembert 1 stk.
  • Chilli-sulta 1 krukka


Aðferð

  1. Bláberjapateið er skorið niður í sneiðar sirka 1–2 cm þykkar. 
  2. Camembert osturinn er skorinn í sneiðar og þær settar ofan á pateið. 
  3. Því næst setjum við vel af chilli-sultunni ofan á. 
  4. Frábært að bera fram á ostabakkanum.