Kjarnafæði - Bláberjapaté fyrir ostabakkann
Fullkominn forréttur fyrir sælkera
Bláberjapaté fyrir ostabakkann
Þessi smáréttur er einfaldur, fallegur og með sterkan keim af vetri. Mjúkt bláberjapate á hafrabrauði með smjöri fær létta karamelluskorpu þegar sykurinn er brenndur, og toppast svo með fersku klettasalati, bláberjasultu og dilltoppum. Útkoman er lítil jólaperla sem sameinar sætleika, mjúka fyllingu og skemmtilega áferð – fullkomin á hátíðarborðið, í aðventuboð eða sem elegant „smörre“ sem gleður flesta.
Uppskrift frá Sævari Lárussyni.
Innihald
- Bláberjapate 1–2 stk.
- Camembert 1 stk.
- Chilli-sulta 1 krukka
Aðferð
- Bláberjapateið er skorið niður í sneiðar sirka 1–2 cm þykkar.
- Camembert osturinn er skorinn í sneiðar og þær settar ofan á pateið.
- Því næst setjum við vel af chilli-sultunni ofan á.
- Frábært að bera fram á ostabakkanum.





