Kjarnafæði - Grafið nautafille og Tindur á spjóti

Lúxus jólamunnbitar með gröfnu nauti og trufflumæjó


Grafið nautafille, osturinn Tindur, trufflumæjó, dill og mulið laufabrauð.



Þessir litlu munnbitar sameina mjúkt grafið naut, ostinn Tind með sinn djúpa karakter og létt trufflumæjó sem lyftir öllu upp á hátíðarstig. Brotið laufabrauð og ferskt dill færa réttinum jóla­blæ og fallega áferð, og úr verður smáréttur sem er bæði einfaldur að setja saman og hrikalega fallegur á borði. Fullkomið fyrir aðventuboð, jólahlaðborð eða þegar þú vilt bera fram eitthvað sem slær tóninn fyrir hátíðarnar.


Uppskrift frá Sævari Lárussyni.

Innihald

  • Grafið nautafille, 2 bréf
  • Tindur 12 mánaða, 1 lítill biti ca. 300 g
  • Trufflumæjó – blandið japönsku majónesi við truffluolíu og svartan pipar 
  • Dill, saxað
  • Laufabrauð, mulningur


Aðferð

  1. Skerið ostinn í teninga, vefjið grafna nautinu utan um og stingið kokteilpinna í bitann. 
  2. Stráið laufabrauðsmulningi og söxuðu dilli yfir. 
  3. Toppið bitana með ögn af trufflumæjói.