Mánaðartilboð
Hunangsreykt london lamb
Innihald
- 1stk Hunangsreykt london lamb
- 1 Klípa piparkorn
- 3x lárviðarlauf
Marineiring
- 2msk Ljóst miso paste
- 2msk dijon sinnep
- 1msk hvítvín
- 1msk borðedik
Aðferð
- Byrjað er á því að sjóða lambið í vatni með piparkornum og lárviðarlaufum í 3klst á léttri suðu með lokinu á.
- Eftir suðu er gott að skera í lambið þannig að skurðurinn myndi ferninga svo marineiringinn fari inní kjötið. Best er að gera þetta deginum áður.
- Ofn er hitaður á 190c og þá er lambið bakað þangað til vel grillað að utan,síðan er gott að lækka niður í 150c og baka aðeins lengur svo það sé heitt í miðju.
Volgt kartöflusalat
- 1 kg gullauga kartöflur
- 10 stk beikon sneiðar
- 2msk saxað dill
- 3 msk grískt jógúrt
- 3 msk japansk kewpie eða venjulegt mæjónes
- Salt
- Pipar
- Kúmen
Aðferð
- Byrjað er á að sjóða kartöflur í vatni og rista beikon inní ofni.
- Næst eru kartöflurnar kældar niður og skornar í bita(hægt er að gera deginum áður), og beikonið saxað smátt.
- Öllu blandað saman í skál og best er að bera salatið fram volgt.
Balsamik gulrætur með bökuðum lauk og stökkum ost
- 1,5 kg gulrætur
- 4stk gulur laukur
- Balsamic gljái
- Smjör
- Salt
- Pipar
- 5-10 stk Goða ostur í sneiðum
Aðferð
- Fyrst eru gulræturnar blandaðar saman á bakka við balsamik gljáa og nóg af smjör, passa að gulræturnar séu allar hjúpaðar í balsamic áður en þær eru bakaðar á 190c í ofni þangað til mjúkar.
- Á meðan er laukurinn skorinn í lauf og bakaður í olíu og salti á sama tíma nema passa að þær taka styttri tíma en gulræturnar.
- Osturinn er raðaður á bökunarpappír og einnig settur inn í ofn á 190c þangað til gullbrúnn og stökkur, hægt er að gera þetta deginum áður og geymt í lokuðu boxi.
Estragon rjómasósa
- 200 g skalott laukur, þunnt skorinn
- 50 g ólífuolía
- 2 stk. lárviðarlauf
- 100 g hvítvín
- 1 l Knorr-kjúklingasoð eða 500 g vatn með Knorr-kjúklingakrafti
- 1 l rjómi
- 50 g smjör
- 2 msk. ferskt estragon, þunnt saxað
Aðferð
- Byrjið á því að léttsteikja skalottlaukinn og lárviðarlauf á pönnu með ólífuolíu á miðlungshita í um það bil 2 mínútur.
- Bætið síðan hvítvíni við og sjóðið niður um 2/3.
- Þá er kjúklingasoðinu bætt við og soðið niður um helming.
- Bætið rjómanum við og sjóðið aftur niður um helming.
- Saxið estragonið fínt niður á meðan.
- Pískið kalt smjör saman við í lokin og bætið söxuðu estragoni saman við.