Kjarnafæði Norðlenska
Stærsta kjötvinnslufyrirtæki landsins
September
Mánaðartilboð
Í hverjum mánuði bjóðum við upp á sérstakt mánaðartilboð þar sem valdar vörur fást á betra verði. Hér getur þú kynnt þér tilboðin og fengið hugmyndir að spennandi uppskriftum.
Mánaðartilboð ekki klár fyrir september

MÁNAÐARTILBOÐ: UPPSKRIFTIR
Hunangsreykt London Lamb með meðlæti
Í tilefni mánaðartilboðsins hjá KN deilum við hugmynd að girnilegri uppskrift þar sem hunangsreykt London lamb fær að njóta sín. Lambið er soðið á lágu hitastigi með piparkornum og lárviðarlaufi, síðan skorið upp og marinerað í blöndu af misó og sinnepi áður en það er bakað í ofni þar til það verður safaríkt og bragðmikið.

MÁNAÐARTILBOÐ: UPPSKRIFTIR
Lamba grill-/ofnsteik í kóreskri marineringu
Til mánaðartilboðsins fylgir þessi bragðmikla uppskrift þar sem lambið fær að njóta sín í kóreskri marineringu með gochujang, hvítlauk, engifer og sesam. Kjötið er annaðhvort grillað á háum hita eða ofnbakað þar til það verður safaríkt með djúpum og ríkulegum bragði.
Með lambinu má bera fram hrísgrjón með graslauk og sesam, ferskt gúrku- og rauðlaukssalat og crudo-dressingu sem gefur réttinum ferskan og léttan blæ. Einföld leið til að prófa nýja bragðheima með íslensku lambakjöti.