Mánaðartilboð

Lamba grill - ofnsteik í kóreskri marineringu

Innihald

  • 2,5 kg sérvalið lambasúpukjöt

Marineiring

  • 8stk hvítlauksgeirar saxaðir
  • 6stk vorlaukur(eitt búnt) saxað
  • 2msk engifer ferskt saxað
  • 4 msk gochujang(eða hvaða chillipaste sem er)
  • 4msk soya sósa
  • 2msk sesam olía
  • 2 msk hrísgrjónaedik(eða borðedik)
  • 2msk púðursykur

Aðferð

  1. Byrjað er á að skera lamb steikurnar í helming á milli beinana.
  2. Næst er grænmetið saxsað niður og blandað við rest af hráefni, og síðan blandað vel við kjötið.
  3. Best er að marinera deginum áður en 2-4 tímar er líka í lagi.
  4. Kjötið er grillað á háum hita til að fá sem besta bragðið en hægt er að baka á 200c líka svo sykurinn ristist vel, gott er að pensla rest af marineringu á kjötið þegar það er hjálfeldað fyrir auka bragð. Og alltaf gott að setja smá gróft salt áður en kjötið er grillað.

Hrísgrjón með graslauk og sesam

  • 500g hrísgrjón
  • 1L vatn
  • 1tsk salt
  • 100g smjör
  • 25g graslaukur saxaður
  • Ristuð sesamfræ
  • Sesame dressing kewpie

Aðferð

  1. Byrjað er á að skola hrísgrjón vel eða þangað til vatnið er orðið tært.
  2. Næst er þetta soðið í þangað til 12-15 með loki, tekið af hita og leyft að standa með loki í rúmar 15 mínutur, síðan “fluffað upp” með gaffal.
  3. Og í lokin er söxuðum graslauk, sesamdressingu og edik blandað við eftir smekk.
  4. Ristuð sesamfræ bætt yfir.

Gúrku og rauðlauks salat

  • 2stk gúrkur
  • 2 stk rauðlaukur
  • 3 msk grískt jógúrt
  • 20g steinselja söxuð
  • 2 tsk reykt papriku duft
  • 2tsk hvílauksduft
  • 1 msk chilli olía
  • 1msk soya sósa
  • Salt
  • pipar
  • Kóriander ferskur til að skreyta

Aðferð

  1. Byrjað er á að skera gúrku langsum og skafa úr miðu og síðan skera í 2mm sneiðar og setja í skál.
  2. Rauðlaukur skorinn í þunnar ræmur og bætt við í skálina, þar næst er öllu blandað saman við og borðið fram með ferskum kóriander.

Estragon rjómasósa

  • 200 g skalott laukur, þunnt skorinn
  • 50 g ólífuolía
  • 2 stk. lárviðarlauf
  • 100 g hvítvín
  • 1 l Knorr-kjúklingasoð eða 500 g vatn með Knorr-kjúklingakrafti
  • 1 l rjómi
  • 50 g smjör
  • 2 msk. ferskt estragon, þunnt saxað

Aðferð

  1. Byrjið á því að léttsteikja skalottlaukinn og lárviðarlauf á pönnu með ólífuolíu á miðlungshita í um það bil 2 mínútur.
  2. Bætið síðan hvítvíni við og sjóðið niður um 2/3.
  3. Þá er kjúklingasoðinu bætt við og soðið niður um helming.
  4. Bætið rjómanum við og sjóðið aftur niður um helming.
  5. Saxið estragonið fínt niður á meðan.
  6. Pískið kalt smjör saman við í lokin og bætið söxuðu estragoni saman við.

Crudo-dressing

  • 2 msk. sítrónusafi
  • ½ msk. sojasósa
  • 1 msk. hvítvínsedik
  • 2 msk. sykur
  • 1 msk. sesamolía
  • 1 stk. rifinn hvítlaukur

Aðferð

  1. Öllu hráefni blandað saman og borið fram til hliðar.