Kjarnafæði - Bláberjapaté fyrir ostabakkann

Fullkominn forréttur fyrir sælkera


Bláberjapaté fyrir ostabakkann


Kjarnafæði Bláberjapaté er fullkomið með ostabakkanum. Mjúkt paté með djúpum bláberjabragði sem jafnar seltu ostanna og setur fágaðan, örlítið sætan punkt á hverja bita. Frábært með hörðum jafnt sem mjúkum ostum – fyrir veislur, helgar eða þegar þú vilt gera ostabakkann aðeins betri

Uppskrift frá Sævari Lárussyni.

Innihald

  • Bláberjapate 1–2 stk.
  • Camembert 1 stk.
  • Chilli-sulta 1 krukka


Aðferð

  1. Bláberjapateið er skorið niður í sneiðar sirka 1–2 cm þykkar. 
  2. Camembert osturinn er skorinn í sneiðar og þær settar ofan á pateið. 
  3. Því næst setjum við vel af chilli-sultunni ofan á. 
  4. Frábært að bera fram á ostabakkanum.