Mánaðartilboð
Íslensk Kjötsúpa
Innihald
- 1 kg Súpukjöt, lamba eða kinda. Einnig má nota lambagúllas!
- 1,8 l Vatn
- 1 stk Laukur, saxaður
- 500 g Gulrófur
- 250 g Gulrætur
- 100 g Hvítkál
- 1 dl Hrísgrjón
- 2 msk Hafragrjón
- Salt og pipar
Aðferð
- Kjötið er sett í pott, vatninu hellt yfir og hitað að suðu. Froða fleytt ofan af.
- Lauk hrært saman við. Soðið í um 40 mínútur (ef kindasúpukjöt er notað, er bætt við 1 klst).
- Gulrófum, gulrótum, hvítkáli og hrísgrjónum bætt út í og soðið í 15 mínútur til viðbótar.
- Hafragrjón sett út í og soðið í um 5 mínútur, eða þar til allt grænmetið er meyrt.
- Smakkað og bragðbætt með salti og pipar, ef þarf.
- Kjötið er ýmist borið fram í súpunni eða með henni á sérstöku fati.
- Ómissandi með góðri kjötsúpu er gott rúgbrauð.








