Grilluð St. Louis BBQ grísarif með frönskum og maís

Máltíðirnar verða ekki einfaldari en þessi!
Erum við ekki alltaf að leita að einhverju fljótlegu á grillið? Máltíðirnar verða ekki einfaldari en þessi! Brjálæðislega góð bbq grísarif sem eru forsoðin og maríneruð í St. Louis bbq sósu sem borin eru fram með stálheiðarlegum frönskum og maís eru þá algerlega það sem þú þarft. Eldamennskan tekur varla meira en 15 mínútur og útkoman jafnast á við máltíð af besta steikhúsi.
Innihald
- 1 pakkning St. Louis BBQ grísarif frá Kjarnafæði
- 4 stk. hálfir maísstönglar
- Smjör og sjávarsalt
- Franskar, tegund eftir smekk
- Bbq sósa, aukalega ef vill
Aðferð
- Byrjið á því að kveikja á grillinu, náið því upp í að minnsta kosti 200°C.
- Takið rifin úr pakkningunni og setjið á bakka. Hellið bbq sósunni sem verður eftir í pokanum í skál, geymið til að pensla rifin á grillinu.
- Ef þið kaupið maísstönglana frosna er gott að taka þá úr frysti um leið og grillið er hitað.
- Færið bakkann með rifjunum að grillinu ásamt maísstönglunum og bbq sósunni.
- Nú væri snjallt að hita ofninn eða airfryerinn og hita franskarnar.
- Setjið rifin og maísinn á grillið. Penslið rifin með bbq sósu og lokið grillinu. Hafið grillið lokað á meðan rifin eru grilluð. Grillið í ca. 5 mín, snúið þá rifjunum við og penslið aftur með sósunni. Snúið maísstönglunum á sama tíma. Lækkið aðeins hitann og grillið áfram í 5 mín.
- Rifin eru tilbúin þegar sósan er farin að dökkna á endunum og rifin vel heit í gegn. Athugið að þau eru soðin svo þið eruð í raun bara að hita þau upp.
- Hendið restinni af bbq sósunni sem var í pokanum þar sem ekki er óhætt að borða hana hráa. Ef þið viljið dýfa rifjunum í bbq sósu þegar þið borðið þau er best að vera með aðra sósu við höndina.
- Berið fram með frönskunum og maísstönglunum sem stórkostlegt er að smyrja með smjöri og strá sjávarsalti yfir. Það er svo alls ekki verra að drekka ískaldan bjór með.