VIP ostakartöflur
VIP ostakartöflur eru fullkomnar með jólamatnum
Ilmurinn úr eldhúsinu um jólin er einfaldlega miklu betri en aðra mánuði ársins. Þessar VIP ostakartöflur sameina mjúkar kartöflur, rjómakenndan ost og ferskt timían í rétt sem á einstaklega vel við um hátíðarnar, án þess að vera of flókinn. VIP ostakartöflur eru fullkomnar með jólamatnum, eða sem gómsætt meðlæti á aðventunni, og fá okkur öll til að staldra aðeins við og njóta.
Uppskrift frá Gabríel Kristinn Bjarnason.
Innihald
- 1 kg Gullauga kartöflur, skrældar
- 1 stk Brie ostur
- 1 stk Feykir ostur
- 1 stk Ísbúi ostur
- 200 g smjör
- 6 greinar timían
- Salt og pipar
Aðferð
- Kartöflurnar eru settar í ofnfast mót, best er ef kartöflurnar smellpassa í það.
- Osturinn er skorinn í bita ásamt smjörinu og dreift yfir kartöflurnar með timían.
- Bakað með álpappír ofan á í rúmar 40 mín. á 180°C, þá er álpappírinn tekinn af í 10 mín. til að brúna ostinn.
- Borðað strax á meðan osturinn er bráðinn.


