Brandy sveppasósa

Sveppasósan lyftir bæði steikinni og kartöflunum upp á æðra stig

Fátt bætir eins miklu við jólamáltíðina og góð sveppasósa, og þessi bragðmikla útgáfa fær svo sannarlega að njóta sín. Brandy sveppasósan er mjúk, ilmandi og full af djúpum vetrarbrag; gerð úr sveppum, rjóma og nægilega miklu brandy til að gefa henni þann hátíðlega blæ sem desember kallar eftir. Hún lyftir bæði steikinni og kartöflunum upp á æðra stig – og fær okkur öll til að biðja um örlítið meira!

Uppskrift frá Gabríel Kristinn Bjarnason.

Innihald

  • 3 stk. skalotlaukur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 500 g tókasveppir (shiitake) eða sveppir að eigin vali
  • 200 ml brandy eða viskí
  • 500 ml rjómi
  • 1 msk. Dijon-sinnep
  • 1 msk. smjör
  • Salt og pipar

Aðferð

  1. Byrjað er á að saxa niður skalotlauk, hvítlauk og sveppi og steikja saman á sósupönnu.
  2. Brandy er bætt á pönnuna, kveikt í með kveikjara til að losa áfengið og soðið niður um helming.
  3. Rjóma og smjöri bætt við og soðið niður um helming.
  4. Næst er kryddað með Dijon-sinnepi, salti og pipar.