Kjarnafæði Norðlenska

Stærsta kjötvinnslufyrirtæki landsins

JANÚAR

Þorralisti 2026

Þorrinn er handan við hornið og eru föturnar okkar og þorramaturinn að sjálfsögðu kominn inn í verslanir. Við minnum á að bóndadagurinn 23.janúar markar upphaf Þorra.

Gæðakjöt fyrir hátíðarnar

Jólalisti Kjarnafæðis 2025

Hjá Kjarnafæði finnur þú úrval vandaðra jólagæða fyrir mötuneyti, veitingaaðila og fyrirtæki. Við bjóðum bæði ferskar og reyktar vörur ásamt tilbúnum og sneiddum jólaréttum – allt í hæsta gæðaflokki.



Skoðaðu jólalistann okkar og veldu úr hangikjöti, hamborgarhrygg, lambakjöti, kalkúnabringum, góðum skinkum og fleiri hátíðarvörum.


MÁNAÐARTILBOÐ: UPPSKRIFTIR

Lamba grill-/ofnsteik í kóreskri marineringu

Til mánaðartilboðsins fylgir þessi bragðmikla uppskrift þar sem lambið fær að njóta sín í kóreskri marineringu með gochujang, hvítlauk, engifer og sesam. Kjötið er annaðhvort grillað á háum hita eða ofnbakað þar til það verður safaríkt með djúpum og ríkulegum bragði.



Með lambinu má bera fram hrísgrjón með graslauk og sesam, ferskt gúrku- og rauðlaukssalat og crudo-dressingu sem gefur réttinum ferskan og léttan blæ. Einföld leið til að prófa nýja bragðheima með íslensku lambakjöti.