Jólarauðkál
Þetta er réttur sem lætur jólaandann streyma um eldhúsið
Það er erfitt að ímynda sér jólamáltíð án ilmsins af góðu rauðkáli. Þessi uppskrift sameinar sætleika hunangs og púðursykurs, léttan sýrukjarna úr rauðvínsediki og djúpan vetrarkeim frá kanil og stjörnuanís. Eplið mýkir allt saman og gerir rauðkálið bæði ferskt og ríkulegt í bragði. Þetta er réttur sem lætur jólaandann streyma um eldhúsið – einfaldur í framkvæmd, en ómissandi á hátíðarborðinu.
Uppskrift frá Gabríel Kristinn Bjarnason.
Innihald
- 1 stk. rauðkálshaus
- 1 stk. grænt epli
- 2 msk. hunang
- 2 msk. púðursykur
- 2 kubbar kjúklingakraftur
- 500 ml rauðvín
- 250 ml rauðvínsedik
- 2 stk. kanilstangir
- 2 stk. anísstjörnur
Aðferð
- Byrjað er á að saxa niður rauðkálið og eplið og setja það síðan í pott með öllu í uppskriftinni.
- Soðið vel niður þangað til að það er enginn vökvi eftir.


