KEA Hamborgarhryggur

Einfaldur, öruggur og alltaf jafn vinsæll.

Það er fátt sem kallar fram jólaandann á jafn ljúfan hátt og ilmandi hamborgarhryggur í ofninum. Þessi sígildi hátíðarréttur hefur um áratuga skeið verið sá vinsælasti á borðum landsmanna á aðfangadagskvöld og hjá mörgum byrja jólin ekki fyrr en hryggurinn er kominn í ofninn. 


Blanda af kryddum og jólabjór gerir hamborgarhrygginn bæði safaríkan og bragðmikinn með mildri angan af jólum. Karamellíserað yfirborðið gefur hryggnum svo þá gullnu áferð sem flest okkar tengja við jólin. Þetta er réttur sem sameinar alla fjölskylduna við jólaborðið – einfaldur, öruggur og alltaf jafn vinsæll.

Uppskrift frá Gabríel Kristinn Bjarnason.

Innihald

  • KEA Hamborgarhryggur
  • 1 stk jólabjór
  • Heil Krydd að eigin vali

Aðferð

  1. Byrja á að setja hryggin í kalt vatn með jóla bjór og kryddum
  2. Sjóða rólega á beininu til að halda safanum í kjötinu, sirka 30-40 min per kíló
  3. Síðan er hann tekin úr vatninu, beinið skorið af
  4. Best er að skera í hrygginn svo marineringin fari inní kjötið.
  5. Baka á 190c og pensla marineringuni aftur á eftir 5-10 min í ofni þangað til að hann lýtur girnilega út, enginn ákveðin tími bara eftir smekk.