KEA Hangilæri

Þetta er réttur sem krefst ekki mikils umstangs.

Hangilæri er hátíðarréttur sem færir heimilinu ilminn af hefðbundnum íslenskum jólum. Fátt er jafn rótgróin jólahefð og hangikjöt og á flestum heimilum er það órjúfanlegur hluti af jólahaldinu. Með einfaldri, klassískri eldun fær bragðið af kjötinu að njóta sín til fulls.


Þetta er réttur sem krefst ekki mikils umstangs. Vandað hráefni, róleg suða og smá þolinmæði tryggja hangikjöt sem hægt er að bera fram bæði heitt og kalt með hefðbundnu meðlæti – eða nota í tartalettur sem eru fljótlegar og einstaklega ljúffengar.

Uppskrift frá Gabríel Kristinn Bjarnason.

Innihald

  • KEA hangilæri

Aðferð

  1. Best er að byrja sjóða í köldu vatni til að ná sem mestu salti úr kjötinu.
  2. Sjóða í 30 min per kílo með loki
  3. Leyfa síðan lærinu að kólna í vatninu áður en skorið er.