Kjarnafæði Norðlenska

Stærsta kjötvinnslufyrirtæki landsins

Veldu gæði

Veldu Kjarnafæði

Kjarnafæði framleiðir flestar þær vörur sem í boði eru á markaðnum úr lamba-, nautgripa-, grísa-, folalda og hrossakjöti. Þá erum við einnig með frosna kjúklingavöðva til sölu, bæði úrbeinaða vöðva sem og með beini.


Við gerum miklar kröfur um gæði þess hráefnis sem við vinnum úr og hjálpar þar til þau mörgu eftirlitskerfi sem við höfum og þær vottanir bæði alþjóðlegar og íslenskar sem við vinnum eftir og má lesa frekar um hér neðar á síðunni. Kjötiðnarmeistarar Kjarnafæðis eru í stanslausri vöruþróun og að hlusta eftir þörfum markaðarins hverju sinni enda marg verðlaunaðir og hugmyndaríkir.