Mexíkósk grillpysluveisla

Litríkt, skemmtilegt og alveg ótrúlega gott

Ef hefðbundnar grillaðar pylsur eru farnar að verða þreyttar þá er þessi mexíkóska grillveisla akkúrat það sem þú þarft til þess að hrista upp í pylsumálum. Hér fá bragðmiklar Mexíkó og Chilli Cheddar pylsur að njóta sín í litlum taco kökum, ásamt fersku grænmeti, sýrðum rjóma og bræddum osti. Pylsurnar eru grillaðar á teinum til að gera eldunina einfaldari og stemninguna aðeins skemmtilegri – þetta er einfaldur réttur sem allir í fjölskyldunni elska! Litríkt, skemmtilegt og alveg ótrúlega gott.

Innihald

  • 1 pk. Mexíkó smápylsur frá Kjarnafæði
  • 1 pk. Chilli Cheddar pylsur frá Kjarnafæði
  • 1-2 pk. Litlar taco kökur
  • ½ rauð paprika
  • ½ græn paprika
  • ½ rauðlaukur
  • Kokkteiltómatar
  • Iceberg
  • Sýrður rjómi
  • Rifinn ostur

Aðferð

  1. Byrjið á því að hita grillið.
  2. Raðið pylsunum á tvo grillteina þannig að hver pylsa fer þvert á teinana. Það er hægt að raða tegundunum til skiptis eða hafa sitthvora tegundina á teinunum, allt eftir smekk.
  3. Skerið grænmetið smátt og geymið til hliðar. Hér væri snjallt að leggja á borð og setja sósurnar og drykki á borðið.
  4. Setjið teinana með pylsunum á grillbakka ásamt, smávegis af rifnum osti og taco kökum og farið með þetta að grillinu.
  5. Grillið pylsurnar þar til þær fá fallega grillrönd og heitar í gegn. Þegar þær eru alveg að verða tilbúnar, stráið þá rifnum osti yfir þær.
  6. Hitið taco kökurnar þegar pylsurnar eru að verða klárar.
  7. Setjið sósur og grænmeti eftir smekk á taco kökurnar og setjið pylsurnar ofan á.