Jólasmáréttir í samstarfi við Sævar Chef

Jólin kalla á góðan mat, notalega stemningu og réttina sem gera hátíðina að því sem hún er. Í ár höfum við hjá Kjarnafæði tekið höndum saman með Sævar Chef og sett saman okkar bestu jólauppskriftir, allt frá litlum hátíðarbitum til spennandi nýjunga sem fylla heimilið af kunnuglegum ilmi og góðu bragði.


Hvort sem þú ert í stemmningu fyrir klassísku jólameðlæti eða vilt prófa ferskar hugmyndir á borð við hátíðlega smárétti, þá finnurðu hér uppskriftir sem sameina hefð og nútímann á einfaldan og ljúffengan hátt. Allt gert úr hráefnum sem þú þekkir, treystir – og tengjast jólunum eins og þau eiga að vera.

VELDU GÆÐI UM JÓLIN

VELDU KJARNAFÆÐI

Forréttur

Lifrakæfu „mini smörre"

Lifrarkæfumús, stökkt beikon, rifsberjagel, villisveppasósa og hafrabrauð

Forréttur

Lifrakæfumús & laufabrauð

Lifrarkæfumús, bláberjasulta, sýrður perlulaukur, bökuð parmaskinka, laufabrauð, dill og sýrð bláber

Forréttur

Grafið nautakjöt & Tindur

Grafið nautafille, osturinn Tindur, trufflumæjó, dill og mulið laufabrauð

Forréttur

Jóla bruchetta

Steikt Brioche-brauð, grafið naut, klettasalat, rautt pestó, rifsber, steikt bláber og hvítlaukssósa

Forréttur

Bláberjapaté

Hafrabrauð, bláberjasulta og klettasalat

Forréttur

Bláberjapaté fyrir ostabakkann

Bláberja pate, Camembert og Chilli sulta

Forréttur

Hangikjöts-tartar

Tvíreykt húskarla-hangikjöt, rauðrófur, dill, hunangs dijon-sinnep, japanskt mæjó og dill

Forréttur

Húskarla-hangikjötspinni

Rifsberjagel, heslihnetur, dill og camembert