Jólin kalla á góðan mat, notalega stemningu og réttina sem gera hátíðina að því sem hún er. Í ár höfum við hjá Kjarnafæði tekið höndum saman með Sævar Chef og sett saman okkar bestu jólauppskriftir, allt frá litlum hátíðarbitum til spennandi nýjunga sem fylla heimilið af kunnuglegum ilmi og góðu bragði.
Hvort sem þú ert í stemmningu fyrir klassísku jólameðlæti eða vilt prófa ferskar hugmyndir á borð við hátíðlega smárétti, þá finnurðu hér uppskriftir sem sameina hefð og nútímann á einfaldan og ljúffengan hátt. Allt gert úr hráefnum sem þú þekkir, treystir – og tengjast jólunum eins og þau eiga að vera.